laugardagur, 28. desember 2013

Pattaya

Eftir Chiang Mai eyddum við deginum í Bangkok til að versla áður en við fórum til Pattaya.
Við ákváðum að eyða síðustu dögunum í Thailandi á Pattaya í sólbaði og slökun. Pattaya varð fyrir valinu því það er nálægt Bangkok og nóg af hótelum með fínum sundlaugum og ágætri strönd.
Hér sér maður lítið annað en rússa, gamla vestræna karla og hórur. Það hefur þó engin áhrif á okkur þar sem við förum aðeins út til að borða og versla annars liggjum við í sólbaði allan daginn alla daga.
Við héldum að sjálfsögðu hátíðlega uppá jólin. Á Þorláksmessu vorum við í smá jólastressi. Þóra og Kolfinna áttu eftir að finna jólakjóla svo þær færu nú ekki í jólaköttinn. Við fórum á kaffihús og fengum okkur rjúkandi heitan kaffibolla og nokkra mola með. Í lok kvölds skildust leiðir okkar og fórum við að versla jólagjafir. Við ákváðum að hafa smá pakkaleik þar sem gjafirnar máttu ekki kosta meira en 100 BHT eða um 400 kr. Síðast en ekki síst var jólatrèið sett upp og herbergið vel skreytt. Á aðfangadagsmorgun horfðum við á jólamynd, borðuðum smákökur og konfekt. Restinni af deginum var svo eytt í sólbað áður en við gerðum okkur fínar fyrir kvöldið. Byrjuðum á fordrykkjum og skypesamtölum á þaki hótelsins áður en við fórum í jólamatinn. Öðlingurinn hann Daði bauð okkur í jólamatinn þetta árið og fórum við á jólahlaðborð með ekta Thailenskri skemmtun. Eftir matinn var ferðinni heitið upp á hótel þar sem pakkaflóð beið okkar. Gjafirnar einkenndust af einkahúmor og stríðni, Þóra gaf Kamillu heilan fisk þar sem Kamilla er lítill fiski aðdáandi. Í pökkunum voru m.a. hlébarða nærbuxur, smokkar, grænn varalitur og Sudoku. Þegar því var lokið settum við mynd í tækið og söfnuðum sáttar og sælar eftir góðan dag.
Planið er að sleikja sólina áður en við förum til London 28. desember.



Bida eftir rutunni til Pattaya
Fina hotelherbergid

Stud a Walking Street 
Hadegismatur

Svertinginn

Ketkrokur kom alla leid til Taelands

Hugmyndaflugid notad thegar madur hefur engan innpokkunar pappir

Fondurhorn Kolfinnu

Fina jolatreid okkar

Kamilla i ljodagerd

Morgunmatur a adfangadag

Gera vel vid thjonustustulkuna




Hadegismatur a adfangadag

Jolafinar

Strawberry Daquiri

Kolfinna gaf Kamillu armand thar sem a stod 'Greenland'

Svo gaman hja okkur

Kolfinna satt med gjafirnar

Pakkinn fra Thoru

Spenningurinn i hamarki

nammi....


skemmtilegar jolagjafir

Jolaskrimslid kom i heimsokn



Allt herbergid skreytt, ad utan sem innan
Opna pakkana

fimmtudagur, 26. desember 2013

Chiang Mai

Það sem við vorum ánægðar að komast aftur til Thailands! Loksins Seven-Eleven, Starbucks og McDonalds, smá af vestrænni menningu.

Í Chaing Mai fórum við á matreiðslunámskeið hjá litlum krúttlegum tælenskum karli að nafni Pan. Hann fór með okkur á local markað að kaupa hráefni í matinn. Við lærðum að elda pad thai, stir fried ginger chicken, massaman curry og tom yum súpu.

Við löbbuðum um gamla bæinn, versluðum á nætur markaðinum og skoðuðum musterið í fjallshlíðinni.

Við hættum lífi okkar kvöld eitt þegar Kolfinna þurfti að fara á spítalann útaf fætinum sem leit mjög illa út. Við vorum næstum því étnar af hundum og rændar af Thai gangsters.

Kl 18:30 áttum við að mæta á ferðaskrifstofuna í pick up fyrir rútuna til Bangkok. Kolfinna átti eftir að fara á spítalann að skipta um sárabindi og við áttum eftir að sækja farangurinn á hótelið. Við töfðumst í umferðinni og allt var stopp á spítalanum svo við vorum orðnar ansi seinar. Sem betur fer vorum við með snilldar tuktuk bílstjóra sem keyrði eins og brálæðingur svo við rétt náðum í tæka tíð. Eftir allt þetta stress gleymdist að sækja okkur og  við biðum í klukkutíma á ferðaskrifstofunni... Týpiskt!

Pan 






Pad thai



Tom Yum

Temple


Thora for i litun

Uppa spitala um midja nott


Hlyja ser i eldinum hja tuk tuk bilstjorunum
7. spitalaferdin

miðvikudagur, 25. desember 2013

Laos - seinni hluti

Upprunalega planið var að eyða 10 dögum í Laos en Luang Prabang stóðst ekki væntingar svo við vorum bara í viku. Eftir Vang Vieng var förinni heitið til Luang Prabang.

Eins og við vorum búnar að nefna áður þá eru vegirnir í Laos svo aldeilis ekki fyrir lofthrædda og bílveika. Rútan fór upp og niður fjöll í 8 klukkutíma, það voru ekki mikið um pissustopp og pissublaðran var við það að springa! Þessi rútuferð var rétt svo byrjunin á afar erfiðri dvöl í Luang Prabang.

1. Hostel bókunin var ekki komin í gegn þegar við mættum, þurftum að bíða í langan tíma áður en við loksins komumst inná dormið.

2. Herbergið var ógeðslegt, skítug
rúmföt, ekki hægt að sturta niður á klósettinu og 12 manneskjum troðið í 8 manna herbergi.

3. Við fengum aldrei réttan mat á veitingastöðum. Kamilla pantaði sér Pad Thai en fékk spaghetti í tómatsósu og Kolfinna fékk ekki einu sinni matinn sinn. Í staðinn fyrir carbonara fengum við pasta í karrý sósu.

4. Upplifðum ömurlega nótt á hostelinu þar sem ógeðslegir skítugir djammandi bretar héldu fyrir okkur vöku alla nóttina með látum og stunum.

5. Bókuðum fílabaksferð, sóttar klukkutíma of seint og látnar labba í hálftíma að rútunni ( Kolfinna og Þóra meiddar).

Eftir sólarhring í Luang Prabang ákváðum við að forða okkur til Chaing Mai. Punkturinn yfir i-ið var þó þegar við komumst að því að helvítis bretarnir voru með okkur í rútu næstu 21 tímana. Það var ekki eins slæmt og við bjuggumst við því þau voru að poppa valium og héldu loksins kjafti!

night market

gera fotinn vatnsheldann


thegar Kamilla fann geimverukjot i hrisgrjonunum sinum

gott ad pissa i thetta

ogedslega dormid


bada filana